ProductionsFramleiðslaViðburðir/VideoBrekkanMyndir Leikstjórar Ice Cold

Álafoss Productions

Álafoss Productions veitir fjölbreytta þjónustu og sinnir verkefnastjórnun við framleiðslu hvers kyns efnis fyrir fjölmiðla - innlenda sem erlenda.

Við tökum að okkur umsjón og stjórnun viðburða fyrir fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og hópa.

Álafoss Productions er í eigu Guðjóns Sigmundssonar (Gauja litla). Starfsemin byggist á Gauja litla, áhuga hans, útsjónarsemi og hugrekki til að nýta áralanga reynslu sína, þekkingu og sambönd við að fara ótroðnar slóðir í þessum bransa.

Við veitum aðstoð og þjónustu við auglýsingagerð, kynningar og viðburði.

Verkefnin geta verið unnin að hluta eða í heild sinni af fyrirtækinu.

Staðarvalkostir, umgjörð og tökustaðaleit eru aðalsmerki fyrirtækisins.

Gaui litli er reynslubolti og býr yfir þekkingu og yfirsýn til að finna þær lausnir sem hæfa hverju sinni og hefur aðgang að vönu fólki í öll verkefni. Sama hvert verkefnið er, hugmyndin ljós eða óljós, hafðu samband og við veljum rétta hópinn til að gera hugmyndir þínar og væntingar að veruleika.

Höfuðstöðvar Álafoss Productions eru í Álafosskvos, hringiðu menningar og lista í Mosfellsbæ.
Einar

s

Álafoss Productions - Álafossvegur 27 - 270 Mosfellsbær - Iceland - TEL:+354 660 85 85 - email: gauilitli@alafosspro.is